Nemendur í 5. bekk fóru að Eiríksstöðum í Haukadal 22. maí þar var vel tekið á móti hópnum af Sigurði frá Vatni sem sagði nemendum frá Eiríksstöðum. Nemendur fengu að prufa ýmsan búnað frá tímum Eiríks. Einnig fengu þau að baka brauð yfir opnum eldi. Síðan var ferðinni haldið að Laugum í Sælingsdal þar sem snæddar voru pitsur og farið í sund. Eftir sundið haldið heim á leið. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði. Skoða myndir