Á Akureyri

Ritstjórn Fréttir

Eins og áður hefur komið fram er 10. bekkur á ferðalagi um norðurlandið. Byrjað var á flúðarsiglingu í Skagafirðinum og gekk hún vel og komust allir heilir úr þeirri raun. Hópurinn er nú staddur á Akureyri og var að koma úr mat á Greifanum. Í morgun var farið upp að skátasvæðinu Hömrum þar sem farið var í leiki og grillaðar pylsur. Eftir hádegi var farið að skoða Hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson. Sumir fóru svo í sund á meðan aðrir voru á göngu um bæinn. Á morgun verður svo farið í Hrísey áður en komið verður til baka.