Á Grábrók

Ritstjórn Fréttir

3. bekkur fór í vorferð og var ferðinni heitið á Grábrók. Lagt var af stað frá skólanum um 8:30. Veður var frekar þungbúið en þurrt þegar við lögðum af stað en síðan létti til og sólin skein á okkur, sérstaklega í sundlauginni á Varmalandi. En þar enduðum við eftir gönguna á Grábrók. Einnig borðuðum við nestið í réttinni sem er við Grábrók. Ferðin tókst mjög vel og voru allir glaðir og ánægðir eftir velheppnaða ferð. Viljum við þakka þeim foreldrum sem komu með okkur í ferðina fyrir aðstoðina.