Fyrsta skólaárið búið!!

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra hittust í bongó blíðu í Skallagrímsgarði fimmtudaginn 29. maí í tilefni þess að fyrsta skólaárinu fer nú senn að ljúka.
Mjög góð mæting og allir hressir og kátir enda hefði veðrið ekki geta verið betra.
Grillaðar voru hinar ýmsu kræsingar og snætt saman á milli þess sem leikið var og hlaupið um.
Takk fyrir góðan dag og sjáumst hress í haust!!