Óvissuferð 7. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 23. maí fór 7. bekkur ásamt kennurum sínum í óvissuferð. Þegar allir voru mættir stundvíslega út í rútu var haldið af stað. Mikil spenna var í loftinu því nemendur vissu ekkert hvert ferðinni væri haldið. Fyrsti áfangastaður var við fossinn Glanna og var hann skoðaður í bak og fyrir og eftir það var arkað í Paradísarlaut og þar borðað nesti.
Að því loknu var svo aðeins sprellað en nemendur spreyttu sig í poka- og eggjahlaupi.
Þá var næst haldið að Hraunsnefi. Þar tók við hópnum heldur vingjarnlegt og hresst fólk og leiddi hópinn í ratleik um nágrennið þar sem nemendur og kennarar lærðu margt um álfa, hulduhóla og svæðið þarna í kring. Eftir ratleikinn var svo skellt í sig hakki og spaghettí í hádegisverð.
Þegar allir voru orðnir saddir var haldið að Kleppjárnsreykjum og þar fór hópurinn í sund og skemmti sér vel. Eftir það var haldið heim á leið. Skoða myndir