Vorhátíð

Ritstjórn Fréttir

Vorhátíð nemenda í 1 -3 bekk var haldin í Skallagrímsgarði miðvikudaginn 28. maí í frábæru veðri. Foreldrum var boðið að koma og sjá ýmis atriði frá nemendum. 1. bekkur fræddi áhorfendur um húsdýrin. 2. bekkur flutti kvæði í anda Egils Skallarímssonar og söng frumsamið lag. Strákarnir í 3. bekk tóku rokklag og stelpurnar sýndu frumsamin dans.
Við þökkum þeim foreldrum sem sáu sér fært að koma á miðjum vinnudegi, kærlega fyrir komuna.
Gleðilegt sumar.
Nemendur og kennarar 1. – 3. bekk.