Skólaslitahátíð

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 4. júní var haldin skólaslitahátíð skólans. Nemendur og starfsfólk mættu við skólann kl. 10. Byrjað var að taka við Grænfánanum eins og sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Þegar þeirri athöfn var lokið var farið í skrúðgöngu niður á íþróttasvæðið. Þar var skipt í hópa eftir því hvað nemendur höfðu valið sér. Boðið var upp á körfubolta, fótbolta, gönguferð, keilu, víkingaspil, leiki, götukrít ofl. Hóparnir komu svo einn af öðrum í Skallagrímsgarð og fengu sér pylsu og drykk. Hljómsveitin Mýgrútur spilaði nokkur lög, en hún er skipuð nemendum skólans. Veðrið sýndi á sér ýmsar hliðar eins og smá rigningu, vind og sól. Í lokin var farið í stórann stórfiskaleik á íþróttavellinum. Nemendur fóru svo og hittu umsjónakennara sinn og fengu vitnisburð. Skoða myndir