Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram miðvikudaginn 4. júní. Útskriftin fór fram á Hótel Borgarnes og mættu nemendur og foreldrar prúðbúnir til þessar stóru stundar. Flutt voru nokkur ávörp og sýndar myndir frá skólagöngu nemenda. Veitt voru verðlaun fyrir námsárangur ofl. Nemendur fengu svo afhentan vitnisburð sinn. Að lokum var gengið að glæsilegu veisluborði með kökum og kræsingum. Starfsfólk skólans nemendum velfarnaðar í því sem þau munu taka sér fyrir hendur í framtíðinni og þakkar samstarfið síðustu ár. Skoða myndir