Á morgun stendur nemendum 8.-10. bekkja skólans til boða að fara á dansleik með hljómsveitinni „Á móti sól“. Dansleikurinn er haldinn í Logalandi og eru það svokallaðir sveitaskólar á Vesturlandi sem standa fyrir honum.
Hafa þessir dansleikir löngum gengið undir nafninu „Lyngbrekkuböll“ eftir félagsheimilinu sem þeir voru haldnir í fyrstu árin. Hér er um vímuefnalausa skemmtun að ræða og er gott eftirlit með því að sú sé raunin.