Stærðfræðikeppni

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 26. febrúar verður haldin stærðfræðikeppni á vegum FVA á Akranesi. Þar verður keppt í þremur flokkum, 8. 9. og 10. b. og koma keppendur víða af Vestuirlandi. Þessi keppni hefur verið haldin í nokkur ár.

Nemendur héðan hafa ávallt tekið þátt og oftast náð góðum árangri. Peningaverðlaun eru veitt í hverjum flokki þannig að eftir nokkru er að slægjast.