Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880 – 2007

Ritstjórn Fréttir

Í tilefni af aldarafmæli skólahalds í Borgarnesi haustið 2008 og 50 ára afmælis skólahalds að Varmalandi 2005 verður gefin út saga barna og unglingafræðslu í Mýrasýslu, 1880-2007.
Bókin er í stóru broti, 304 síður að lengd og ríkulega myndskreytt. Flestar myndirnar hafa ekki birst á prenti áður. Boðið er upp á forsölu á bókinni og fá áskrifendur nafn sitt birt á heiðurslista í bókinni. Uppheimar gefa bókina út.
Áskrifendur fá bókina á sérstöku tilboðsverði, 5.990- krónur, auk þess sem þeir fá nafn sitt skráð á heillaóskaskrá í bókinni.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast þetta verk í forsölu geta skráð sig HÉR