Mötuneyti á vorönn

Ritstjórn Fréttir

Á vorönn er forráðamönnum gert mögulegt að hafa meira val um daga í mötuneyti en verið hefur síðustu tvær annir. Það fyrirkomuleg sem boðið verður upp á núna er þannig að hægt verður að velja um hádegismat í tvo daga (mánudag og þriðjudag) eða fimm daga í viku.
Annað sem breytist er það að fæðisgjaldið verður innheimt mánaðarlega. Ganga þarf frá pöntunum í síðasta lagi í foreldraviðtölum n.k. þriðjudag, en pöntunareyðulöð fyrir hádegismat og skólamjólk verða send út fyrir helgi.