Skallagrímsbikarinn

Ritstjórn Fréttir

S.l. föstudagskvöld veitti skólastjóri viðtöku, fyrir hönd skólans, s.k. Skallagrímsbikar“ við athöfn í Íþróttamiðstöðinni. Umf. Skallagrímur veitir ár hvert stofnun eða fyrirtæki sem stutt hefur vel við starf félagsins þennan bikar sem og annan eignarbikar. Hér með er félaginu þakkað ánægjulegt samstarf sem vonandi heldur áfram að þróast á komandi árum æskufólki okkar til framdráttar.