Hratt flýgur stund. Nú styttist óðum í það að nýtt skólaár hefjist að afloknu sumarfríi sem vonandi allir hafa notið til fulls. Skólinn verður settur 21. ágúst kl. 13 í íþróttamiðstöðinni að venju og munu nemendur hitta kennara sína í skólanum eftir skólasetningu. Vegna innanhússframkvæmda í húsi Tómstundaskólans er ekki hægt að opna hann fyrr en mánudaginn 18. ágúst. Auglýst nánar í vikunni. En meira um skólastarfið í næsta fréttabréfi sem kemur út fljótlega.