Stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Í dag fóru tæplega 40 nemendur unglingadeildar skólans á Akranes og tóku þar þátt í stærðfræðikeppni sem haldin er af FVA fyrir alla grunnskóla á Vesturlandi. Nú sló þátttaka öll met en alls voru keppendur liðlega 200 talsins.

Að keppni lokinni fengu keppendur pizzu, franskar og gos í boði FVA. Fljótlega verða niðurstöður ljósar og verður þá 10 efstu í hverjum flokki boðið til samkomu í FVA þar sem úrslit verða kunngerð.