6. bekkur heimsækir Rafheima

Ritstjórn Fréttir

Í dag eru nemendur í 6. bekk í heimsókn í Rafheimum, sem er kennslusafn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kynnast nemendur ýmsum undrum rafmagnsins og kynna sér sögu rafmagns í landinu. Að lokinni kennslu í Rafheimum verða borðað pizzur og áætluð heimkoma er 14:00 – 14:30.