Frá Tómstundaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Ákveðið hefur verið að Tómstundaskólinn haldi áfram samstarfi við Íþróttaskóla UMSB og Skallagríms. Í tímunum verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá til að efla og auka þátttöku þessa aldurshóps í íþróttum. Íþróttaskólinn er í anda stefnu ÍSÍ í barna-og unglingastarfi þar sem áhersla er ekki lögð á harða keppni, þar sem einn stendur uppi sem sigurvegari, heldur er lögð áhersla á leik og samvinnu. Sjá frekari upplýsingar hér.