Danskur gestakennari verður í skólanum í 4 vikur, 3. mars – 28. mars

Ritstjórn Fréttir

Hanne Frøslev, danskur gestakennari er nú hjá okkur í skólanum í 4 vikur, 3. mars – 28. mars.

Það er 3 ára samningur í gangi milli danska menntamálaráðuneytisins og þess íslenska um að Danir styðji við dönskukennslu á Íslandi. Þetta skólaár hafa þeir kostað 1 lektor við Kennaraháskólann og 2 gestakennara sem hafa farið milli grunnskóla, Hanne og John Skånberg. Þau Hanne og John voru valin úr hópi 40 umsækjenda.

Hanne byrjaði skólaárið í Reykjavík, vann í Álftamýra- , Hlíða- , Mela- Laugarlækjar- og Árbæjarskóla og var þar fram að jólum, Eftir jól hefur hún starfað í grunnskólunum á Akranesi og er nú kominn hingað í Borgarnes. Eftir að störfum hennar lýkur hér, mun hún fara í skólana í Stykkishólmi og Ólafsvík.
Hanne mun hér starfa með dönskukennurum 7.-10. bekkja og leiða dönskukennsluna þennan tíma. Sérstök áhersla verður lögð á talmálið, aðeins töluð danska, og unnin verkefni sem væntanlega munu hvetja nemendur til enn frekari dáða í dönskunáminu