Nemendur taka þátt í PISA könnun 26. mars

Ritstjórn Fréttir

PISA er umfangsmikil alþjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði, stærðfræði og þrautalausn. PISA er skammstöfun fyrir enska heiti rannsóknarinnar Programme for International Student Assessment. Rannsóknin er á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar). Alls taka 32 þjóðir þátt í rannsókninni, þar af 28 aðildarríki OECD. Námsmatsstofnun (áður Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála) sér um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi fyrir hönd menntamálaráðuneytisins.