10. bekkur á faraldsfæti

Ritstjórn Fréttir

10. bekkur hélt í gærmorgun til Svíþjóðar þar sem nemendur dvelja í nokkra daga. Nánar tiltekið í Falkenberg, sem er rétt sunnan Gautaborgar. Næstkomandi miðvikudag heldur hópurinn síðan til Kaupmannahafnar þar sem dvalið verður fram á laugardag.