Ráðstefna um þróun upplýsinga- og tæknimennta.

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skemmstu veitti Menntamálaráðuneytið grunnskólum Borgarbyggðar styrk til ráðstefnuhalds um upplýsinga- og tæknimennt í skólunum. Ráðstefnan verður haldin þann 26. mars og munu kennarar skólanna alfarið sjá um dagskrána þar sem þeir munu miðla hverjir öðrum af reynslu sinni og skeggræða um möguleg sóknarfæri.Það er afar ánægulegt og þýðingarmikið að bjóða kennurum slík tækifæri til samvinnu milli skóla sveitarfélagsins.