10. bekkur í Kaupmannahöfn

Ritstjórn Fréttir

Nú eru nemendur 10. bekkja komin til Kaupmannahafnar þar sem dvalið verður fram á laugardag. Erfitt var að kveðja vinina í Falkenberg í gær en huggun harmi gegn er það að þeir ætla að koma í heimsókn til okkar í vor. Ferðin hefur verið frábær og allt gengið upp. Myndin sem fylgir er tekin í morgun við Amelíuborg en þaðan er ferðinni heitið á Löngulínu til að kíkja á hafmeyjuna. Strikið verður svo rannsakað eftir hádegi. Allir biðja kærlega að heilsa.