Og öll komu þau aftur…

Ritstjórn Fréttir

Nú erum við í 10.bekk nýkominn heim úr skólaferðalagi okkar til Svíþjóðar og Danmerkur.
Voru við í 3 daga í Falkenberg í Svíþjóð, sem er vinabær Borgarbyggðar.
Nú erum við í 10.bekk nýkominn heim úr skólaferðalagi okkar til Svíþjóðar og Danmerkur.
Voru við í 3 daga í Falkenberg í Svíþjóð, sem er vinabær Borgarbyggðar. Fengum við höfðinglegar móttökur og gistum í heimagistingu og allt gekk mjög vel. Skemmtilegir krakkar og skemmtilegt prógramm í gangi. Stefnan er síðan að þau komi til okkar í apríl og þá ætum við heldur betur að taka upp þráðinn að nýju og skemmta okkur saman og við ætlum að sýna þeim markverða staði hér í Borgarfirðinum. Þangað til höldum við sambandi á msn. Eftir það vorum við 3 daga í Köben og þar skoðuðum við t.d. Amaliuborg, höll Margrétar drottningar, hafmeyjuna og versluðum á Strikinu, sumir meira en aðrir.
Síðasta kvöldið fórum við síðan í Tívolí og fóru flest allir í öll tækin og sumir oftar en einu sinni.
Þessi ferð var algjörlega ógleymanleg og allt gekk mjög vel.
Allir voru sér og sínum til mikils sóma og voru frábærir fulltrúar
Grunnskólans í Borgarnesi.