Lausar stöður fyrir skólaárið 2003-2004

Ritstjórn Fréttir

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar stöður grunnskólakennara fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru enska á unglingastigi, heimilisfræði og almenn kennsla á yngsta- og miðstigi.
Einnig er laus 60% staða forstöðumanns skólaskjóls (lengd viðvera). Æskilegt er að umsækjandi sé uppeldismenntaður eða hafi mikla reynslu af sambærilegum störfum.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 330 nemendur og þar starfar öflugur hópur metnaðarfullra kennara. Á næsta skólaári verður lögð áhersla á innra starf, fjölbreytilega og sveigjanlega kennsluhætti og endurmenntun.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2003.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar gefa Kristján Gíslason skólastjóri, kristgis@grunnborg.is, og Hilmar Arason aðstoðarskólastjóri, hilmara@grunnborg.is. Sími skólans er 437-1229 eða 437-1183.
Einnig bendum við á heimasíðu skólans; http://www.grunnborg.is, og sveitarfélagsins; www.borgarbyggd.is.