Þessa vikuna vinna nemendur hörðum höndum að undirbúningi vegna fyrirhugaðrar afmælisdagskrár og sýningar.
Í tilefni 100 ára afmælis Grunnskólans í Borgarnesi mun skólinn standa fyrir tveimur sýningum næstkomandi föstudag. Annars vegar verður söguleg sýning í skólanum og síðar sama dag verður síðan boðið upp á hátíðardagskrá í hinum nýja menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar.