Afmælishátíð

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 3. október munum við ljúka þemavikunni sem tileinkuð er 100 ára skólahaldi í Borgarnesi. Nemendur mæta eftir stundatöflu þann dag. Skipulögðu starfi lýkur í skólanum kl 13:15. Eftir það taka við opið hús og sýningar.
Skólabílar, í dreifbýli fara frá skólanum kl 13:30 og innanbæjar kl. 13:30 og 14:00. Skólabíll fer úr Bjargslandi kl 16:15. Skólabílar úr dreifbýli verða komnir að Menntaskólanum kl 16:30 og fara heim að seinni sýningu lokinni.
Árshátíðarsýningar skólans verða kl 17:00 og 19:00 í Menningarsal Borgarbyggðar
Hátíðardagskrá hefst við skólann kl 12:30. Að henni lokinni verður opið hús í skólanum þar sem afrakstur vikunnar verður sýndur og boðið verður upp á veitingar í og við heimilisfræðistofuna. Sýningin í skólanum verður opin til kl. 18:00.
Árshátíðarsýningar skólans verða kl 17:00 og 19:00 í Menningarsal Borgarbyggðar í menntaskólanum (nemendur sem taka þátt sjá sýninguna á „generalprufu” á fimmtudeginum). Þema hennar er „Skóli í hundrað ár” og taka nemendur úr öllum bekkjum þátt. Nemendur sem taka þátt í sýningunum eru beðnir um að vera mættir í menntaskólann kl 16:30. Nemendur munu hafa aðstöðu í menntaskólanum á milli sýninga. Foreldrar eru beðnir um að nesta börn sín hollu og góðu nesti. Gert er ráð fyrir að sýningum ljúki kl 20:30. Þeir foreldrar sem eiga börn í 1. – 4. bekk geta sótt þau baksviðs þegar þeirra atriði lýkur (um 19:30) ef foreldrar eru á sýningunni er gæsla þangað til að sýningu lýkur.
Nemendur og kennarar hafa verið að vinna að útgáfu skólablaðs og er því verki lokið. Þegar þetta er skrifað bendir allt til þess að við náum ekki að koma því til íbúa Borgarbyggðar, eins og að var stefnt fyrir 3. október. Blaðið ætti að hafa borist íbúum Borgarbyggðar fyrir miðjan mánuðinn.
Til að þessi dagur verði sem ánægjulegastur fyrir okkur öll er mikilvægt að allir vinni saman og hjálpist að leysa þau mál sem upp kunna að koma.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Með afmæliskveðju
Afmælisnefndin