Höfðingleg gjöf

Ritstjórn Fréttir

Í tilefni 100 ára afmælis skólahalds í Borgarnesi hafa ekkja Sigurþórs Halldórssonar, fyrrverandi skólastjóra, og afkomendur þeirra gefið eina milljón króna sem rennur til útgáfu ritsins Barna-og unglingafræðsla í Mýrarsýslu 1880-2007, sem út kemur á næstunni. Systkinin Sóley og Gísli Sigurþórsbörn afhentu þessa höfðinglegu gjöf sem Hilmar Már Arason tók við fyrir hönd ritnefndar.
Þess má geta að Sigurþór Halldórsson réðist hingað sem kennari árið 1949 og hann tók síðan við skólastjórn 1958 og gengdi því starfi til ársins 1978. Því er við þetta að bæta að Kristín eiginkona Sigurþórs kenndi handavinnu við skólann um árabil.