Síðastliðin föstudag var haldið upp á 100 ára skólahald í Borgarnesi. Í grunnskólanum var sögusýning síðustu 100 ára. Hver bekkur gerði tíu árum skil. Tíundi bekkur byrjaði á árinu 1908 og síðan síðan koll af kolli til síðustu tíu ára, sem fyrsti bekkur fjallaði um. Er skemmst frá þvi að segja að þessi sýning heppnaðist sérlega vel. Hana sóttu um 800 manns en hún var opin á föstudag og laugardag. Auk sýningarinnar var boðið upp á hátíðartertur og vöflur og óhætt er að segja að því hafi svo sannarlega verið gerð góð skil. Það er óhætt að segja að almenn ánægja hafi verið meðal sýningargesta með sýninguna.