Meira um sýningar

Ritstjórn Fréttir

Það var nú ekki nóg með að Grunnskólinn í Borgarnesi stæði fyrir veglegri sögusýningu í skólanum, heldur voru einnig hátíðarsýningar í hinum nýja og glæsilega menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur fóru með stutt atriði sem tengdust með einhverjum hætti síðustu 100 árum. Söngur, leikfimisæfingar og gamanmál. Í lok sýningar sýndu nokkrir 10. bekkingar t.a.m. atriði úr Skugga-Sveini.
Ekki létu bæjarbúar sig vanta á þessar tvær sýningar í Menningarsalnum, því ætla má að um 700 manns hafi sótt þær.