Stærðfræðikeppni – úrslit

Ritstjórn Fréttir

Nú liggja úrslit fyrir í stærðfræðikeppninni sem haldin var á Akranesi á dögunum. S.l. laugardag voru úrslitin kunngjörð við athöfn í FVA. þeir nemendur skólans sem bestum árangri náðu að þessu sinni voru tvær stúlkur úr 9. bekk A, þær Edda Bergsveinsdóttir og Sigþrúður Fjeldsteð. Urðu þær í 2. og 3. sæti og fengu peningaverðlaun fyrir. Í 10. bekk varð Nanna Einarsdóttir í 6. sæti. Þessum nemendum eru færðar hamingjuóskir með góðan árangur.