Miðvikudaginn 9. apríl er stefnt að því að Magni Hjálmarsson, námsráðgjafi við Foldaskóla verði með kynningu fyrir starfsfólk skólans á uppbyggingarstefnunni.
Uppbyggingarstefnan er hugmyndakerfi sem í felst aðferð og stefnumörkun skóla til bættra samskipta. Megin atriðið er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og sjálfsstjórn. Höfundur uppbyggingarstefnunnar er Diane Chelsom Gossen frá Kanada.