Söngvakeppni Óðals

Ritstjórn Fréttir

Félagsmiðstöðin Óðal hélt söngvakeppni fyrir nemendur í 8. – 10. bekk skólans nú í kvöld. Söngatriðin voru sex að þessu sinni og tókust þau öll vel. Dómnefnd raðaði í tvö efstu sætin og sigurvegarar voru þau Ástdís Valdimarsdóttir og Jóhann Traustason úr 10. bekk. Í öðru sæti var Magdalena Mazur úr 9. bekk. Verða þessir nemendur fulltrúar Óðals í Vesturlandskeppni félagsmiðstöðva á Vesturelandi. Fréttir og myndir koma á heimasíðu Óðals.