Nú fer að að líða að lokum 1. annar með uppgjöri á vinnu nemenda á önninn. Við leggjum áherslu á að meta frammistöðu eða framfarir með hliðsjón af markmiðum skólans miðað við þann nemanda sem um ræðir (sjá nánar HÉR).
Nemendur í 3. – 10. bekk eru virkir í matinu og meta sig sjálfir í hverjum þætti matsins. Nemendur og foreldrar geta (og eiga) að vera búnir að kynna sér niðurstöður matsins ( í Mentor) áður en þeir mæta í foreldraviðtalið. Foreldraviðtalið mun svo að stærstum hluta snúast um að meta styrkleika nemandans og þá þætti sem betur mega fara hjá honum. Í lok viðtalsins munu nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar gera með sér samkomulag um áhersluþætti í námi nemandans sem verða endurskoðaðir í næsta foreldraviðtali.
Ef foreldrar lenda í vandræðum eða þurfa aðstoð við innskráningu eða matið sjálft geta þeir haft samband við Hilmar aðtoðarskólastjóra , hilmara@grunnborg.isog vs 4371208.