Nú um helgina og um síðustu helgi hafa nemendur 9. bekkjar tekið þátt í verkefninu ,,Hugsað um barn“. Það felst í því að nemendur þurfa að hugsa um tölvustýrða dúkku sem hagar sér á ýmsan hátt líkt og kornabarn. Það eru foreldrarfulltrúar bekkjanna ásamt forvarnarfulltrúa Borgarbyggðar sem stóðu að þessu verkefni, en þau fengu til þess fjárhagslegan stuðning frá Rauða krossinum, BM Vallá, Borgarbyggð, Sjóvá og VÍS.