Sjálfstraust og agi – fyrirlestur

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélög grunnskólanna í Borgarbyggð bjóða foreldrum á fyrirlestur Jóhanns Inga Gunnarssonar um sjálfstraust og aga fimmtudaginn 20. nóvember. Fyrirlesturinn verður í Óðali og hefst kl. 20. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta og hlýða á Jóhann Inga en hann er landsþekktur fyrirlesari og er óhætt að segja að engum sem á hann hlýðir leiðist.