Ljóðasýning

Ritstjórn Fréttir

Síðastliðinn föstudag opnaði árleg ljóðasýning fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu. Í upphafi dagskrár minntist Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur og las tvö kvæða hennar. Að því lokinu tóku leikjakonur Safnahúss þær Gréta Sigríður og Elín Elísabet Einarsdætur við stjórnartaumunum og stjórnuðu leikjadagskrá sem hófst á spurningakeppni þar sem fulltrúar skólanna tóku þátt. Einnig var efnt til fjölmennrar limbókeppni þar sem börnin sýndu fimi sína.Börnin gengu um og sýndu foreldrum og öðrum gestum frumsamin ljóð sín eftir góða skemmtun.