Leiksýning á Akranesi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur úr eldri deild skólans fjölmenntu á Akranes í gær til að sjá Vítahring, söngleik í uppsetningu nemenda og kennara úr 8. – 10. bekk Grundaskóla. Leikritið byggir á samnefndri bók Kristínar Steinsdóttur sem sækir efnið í eina af Íslendingasögunum, Harðar sögu Grímkelssonar.
Uppsetningin er einstaklega vel heppnuð og er mikið lagt í leik, dans og söng sem og alla umgerð söngleiksins. Það er augljóst að hér liggur mikil vinna að baki og eiga nemendur og kennarar Grundaskóla hrós skilið og mega vera stolt af verkinu.
Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi skemmtu sér hið besta og voru á einu máli um ágæti verksins.