Skemmtun

Ritstjórn Fréttir

Rétt fyrir klukkan eitt í dag þrömmuðu allir nemendur Grunnskólans í Borgarnesi í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar var slegið upp menningardagskrá í hátíðarsalnum í tilefni þess að ,,Dagur íslenskrar tungu“ var á sunnudaginn.
Nemendur úr 10. bekk, sögðu stuttlega frá ævi skáldanna Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thorarensen og fluttu eftir þá kvæði. 5. bekkur fór með frumort ljóð sem nú eru til sýningar í Safnahúsinu og 1. bekkur söng tvö lög. Þá söng kór skipaður nemendum yngri deildar nokkur lög.
Var þetta hin ágætasta skemmtun og skemmtileg tilbreyting í skammdeginu.