Tónlist fyrir alla

Ritstjórn Fréttir

Í morgun fengum við góða heimsókn frábærra tónlistarmanna. Það voru þau Ólafía Hrönn Jónsóttir, leikkona, Björn Thoroddsen, gítarleikari, Gunnar Hrafnsson, bassaleikari og Ásgeir Óskarsson, ásláttarleikari sem fluttu okkur dagskrá sem kallast ,,Heimsreisa Höllu“. Um var að ræða ýmiss tilbrigði við lagið ,,Ljósið kemur langt og mjótt“, þar sem það var sett í búning hinna ýmsu tónlistarstefna heimsins. Óhætt er að segja að nemendur hafi skemmt sér mjög vel, enda
dagskráin skemmtilega unnin og vel flutt.