Veikindi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu daga hafa veikindi herjað nokkuð á starfsfólk skólans og nemendur. Af þeim sökum hefur eitthvað þurft að fella niður kennslu og einnig þurfti að fella niður tvær sýningar NFGB á Litlu Hryllingsbúðinni í Óðali.

Reynt er eftir mætti að halda úti kennslu, sérstaklega hjá yngri nemendum og hefur það tekist með góðra manna hjálp. Hins vegar er vonast til þess að veikindin séu í rénun.