Vikufréttir

Ritstjórn Fréttir

Í haust festum við í sessi þann sið að Kristján skólastjóri skrifar starfsfólki morgunpóst þar sem helstu atburðir dagsins eru raktir. Til að bæta upplýsingastreymið var ákveðið að prófa að gefa út vikufréttir sem Hilmar aðstoðarskólastjóri heldur utan um. Í þeim eru tíundaðir helstu viðburðir komandi viku. Þær hafa mælst vel fyrir meðal starfsfólk og kom fram tillaga að senda þær líka til foreldra. Við ætlum senda vikufréttirnar heim fram að áramótum og þætti okkur vænt um að fá viðbrögð (sendist á hilmara@grunnborg.is).
Vikufréttir er hægt að nálgast HÉR