Nemendur 8. bekkja héldu í morgun af stað í skíðaferðalag til Sauðárkróks. Þar munu krakkarnir renna sér á skíðum í fjallinu Tindastóli en aðstaða til skíðaiðkunar er þar til fyrirmyndar. Borgnesingar eru ekki allir vanir skíðaíþróttinni og verður því boðið upp á kennslu í undirstöðuatriðum í fjallinu. Gist verður eina nótt í Árskóla og heimkoma er fyrirhuguð á fimmtudagskvöld. Fararstjórar eru Birna Hlín Guðjónsdóttir og Rán Höskuldsdóttir umsjónarkennarar auk Bjarna Bachmann kennaranema. Myndin sýnir hluta hópsins áður en lagt var af stað.