8. bekkur í skíðaferðalagi

Ritstjórn Fréttir

Í morgun lagði 8. bekkur af stað í árlegt skíðaferðalag. Ferðinni er heitið norður í Skagafjörð þar sem skíðaíþróttin verður iðkuð á skíðasvæði Tindastóls. Krakkarnir gista í grunnskólanum á Sauðárkróki og koma heim síðdegis á föstudag. Fararstjórar eru Hildur Hallkelsdóttir og Fjóla Veronika Guðjónsdóttir, umsjónarkennarar 8. bekkjar.