Skemmtilegt uppbrot

Ritstjórn Fréttir

Í dag komu 7 nemendur úr 6. bekk þau Magnús Nói, Kristján Örn, Ester Alda, Aníta Björk, Hrund, Sif og Lilja Dís og léku á hljóðfæri sín fyrir nemendur 2. bekkjar. Þau léku jólalög sem og önnur lög. Þetta er skemmtilegur þáttur í skólastarfinu sem lífgar svo sannarlega upp á skólalífið í skammdeginu. Það var heldur ekki að sökum spyrja. 2.bekkur tók mjög vel á móti tónlistarfólkinu og hlustaði vel.