Opið hús í Tómstundaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 11. desember verður opið hús í Tómstundaskólanum frá kl. 14.00- 17.00. Boðið verður upp á piparkökur, sem börnin hafa bakað, og kakaó. Þá verða verkefni barnanna til sýnis. Síðustu vikur hafa þau verðið að vinna með steypt gifs og pappír. Þeir sem ekki hafa börnin sín í vistun þennan dag eru að sjálfsögðu hvattir til að kíkja í heimsókn.