Í dag fara nemendur og starfsmenn yngsta stigs skólans á leiksýningu sem nemendur Andakílsskóla eru með í Brún í Bæjarsveit. Sýna þeir þar Kardemommubæinn. Lagt verður af stað frá skólanum um kl. 12:30 og komið til baka um kl. 15. Heimferð seinkar því sem því nemur.