Spilakvöld í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudagskvöldið 11. desember komu foreldrar og börn í 5.bekk saman í stofum bekkjarins til að spila saman. Foreldrar sáu um veitingar. Börn og fullorðnir spiluðu saman og gerðu sér þannig glaðan dag. Greinilegt var að börnin kunnu vel að meta það að koma í skólann sinn með foreldrum sínum. Sumir notuðu líka tímann og sýndu foreldrunum hitt og þetta sem unnið er að í bekkjarstarfinu. Greinilegt var að bæði börn og foreldrar skemmtu sér hið besta eins og þessar myndir bera með sér…