Opið hús var í Tómstundaskólanum síðastliðinn fimmtudag. Föndurdeildin í Tómstundaskólanum hefur verið á fullu í allt haust að útbúa ýmiskonar jóladúll ásamt ýmsu öðru föndri. Boðið var upp á rjúkandi heitt kakó og þessar fínu piparkökur sem börnin höfðu bakað og verk barnanna voru til sýnis.
Margir litu við og nutu stundarinnar.