Verðlaun fyrir góðan útvarpsþátt

Ritstjórn Fréttir

Árlega er sá bekkur verðlaunaður sem þykir hafa undirbúið sig best fyrir útsendingar í jólaútvarpi Óðals og N.F.G.B.. Að þessu sinni var 3. bekkur talinn hafa staðið best að verki. Þáttur þeirra fjallaði um trúarbrögð í heiminum. Síðastliðinn föstudag fengu nemendur bekkjarins svo afhent viðurkenningarskjal fyrir árangurinn og var fréttamaður Sjónvarpsins á staðnum og sennilega birtist frétt þessa efnis í fréttum í kvöld (mánudag 15. desember).
Í 3. bekk eru 35 nemendur og eru þeir eins og gefur að skilja afar ánægðir með árangur erfiðis síns og ekki er laust við kennararnir séu, að sjálfsögðu, svolítið montnir af krökkunum.