Árlega er sá bekkur verðlaunaður sem þykir hafa undirbúið sig best fyrir útsendingar í jólaútvarpi Óðals og N.F.G.B.. Að þessu sinni var 3. bekkur talinn hafa staðið best að verki. Þáttur þeirra fjallaði um trúarbrögð í heiminum. Síðastliðinn föstudag fengu nemendur bekkjarins svo afhent viðurkenningarskjal fyrir árangurinn og var fréttamaður Sjónvarpsins á staðnum og sennilega birtist frétt þessa efnis í fréttum í kvöld (mánudag 15. desember).