Jólasmiðjur unglingadeildar

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 15. desember var tekin upp sú nýbreyttni í stað venjubundinnar jólakortagerðar, að skipta nemendum á mismunandi vinnu- og/eða skemmtisvæði þar sem fengist var við fjölbreytt viðfangsefni. Smiðjurnar voru eftirfarandi: Kínaskák, líkanagerð, nammikrukkur, kransagerð, ferð í Einkunnir, órói, jólaskraut, jólakort og bakstur. Sá háttur var hafður á að nemendur völdu sér hópa til að vera í. Það er óhætt að segja að unnið og spilað hafi verið að kappi og virtust nemendur skemmta sér vel við hvaðeina sem þeir tóku sér fyrir hendur. Að vinnu lokinni var svo komið við í eldhúsinu til að bragða á afrakstri baksturshópsins og var glænýjum piparkökunum skolað niður með kakói.